
Bakkar og límmiðar
Mótaðar filmur og límmiðar
Filmur og límmiðar
Sérsniðnar lausnir

PÖKKUM | Baramatur ehf
Tölvupóstur sala@pokkum.is
Opnunartími : 08:00 - 16:00 alla virka daga
Skilmálar & persónuvernd
Verkefni og lausnir
Við höfum margra ára reynslu í hönnun, þróun og framleiðslu á umbúðum fyrir íslenskan matvælamarkað. Með sterkum tengslum við birgja og öfluga tæknilega þekkingu höfum við unnið náið með framleiðendum eins og Stjörnugrís, Bónus, Krónunni, og fleiri vel þekktum vörumerkjum. Við sérsníðum lausnir sem ná jafnvægi milli vörumerkis, virkni og framleiðslu – hvort sem um ræðir plastbakka, filmur, límmiða eða pappakassa.
Við höfum góða yfirsýn yfir þann vélbúnað sem notaður er í íslenskum matvælafyrirtækjum og leggjum ríka áherslu á að umbúðalausnir okkar virki hnökralaust með slíkum kerfum. Filmur, bakkar og merkingarlausnir eru valdar og sérsniðnar með tilliti til notkunar í Multivac pökkunarvélum, Vemag búnaði og öðrum algengum pökkunar- og framleiðsluvélum.
Við vinnum með reyndum tækniaðilum sem þekkja þennan búnað vel og geta aðstoðað við uppsetningu, prófanir og fínstillingar .
Hér fyrir neðan má sjá brot af þeim vörum og umbúðalausnum sem við höfum tekið þátt í að þróa og útfæra.