
POKAR
Vacum pokar
Við bjóðum upp á fjölbreytt úrval af vökum-pokum í mismunandi stærðum, þykktum og gerðum – bæði slétta og rifflaða.
Pokarnir henta vel fyrir matvæli, ferskvöru og önnur efni sem krefjast lofttæmdrar geymslu eða lengra geymsluþols.
Hágæða efni tryggja öryggi og endingu, hvort sem um er að ræða iðnaðarnotkun eða smærri framleiðendur.
Bréfpokar
Við bjóðum allar gerðir bréfpoka, bæði með og án glugga. Þeir henta sérstaklega vel fyrir vörur sem njóta sín í náttúrulegri og vistvænni umgjörð – t.d. kaffi, te, sælgæti eða hágæða matvöru.
Bréfpokarnir eru fáanlegir með innri filmuþekju fyrir lengri ferskleika og einnig í útgáfum með zip-lok og valfrjálsu gati til upphengingar.
Sérmerking og sérhönnun
Við sérhæfum okkur í sérmerkingum og sérpöntunum – hvort sem þú þarft poka með eigin lógó, litaprentun eða sérstökum stærðum og útfærslum.
Með sveigjanleika í framleiðslu og hönnun tryggjum við að umbúðirnar falli fullkomlega að þínum vörum og ímynd.


Pokar – Örugg og sveigjanleg umbúðalausn fyrir matvörur
fjölbreytt úrval gæða poka fyrir matvæli og aðra atvinnustarfsemi. Hvort sem um ræðir umbúðir fyrir lofttæmingu, vöru með glugga eða pappírspoka með einstöku yfirbragði – þá finnur þú hentuga lausn hjá okkur.
