top of page
Favicon.png
Frame 12161.png

PÖKKUM

„VIÐ PÖKKUM ÞESSU SAMAN"

Umbúðir saman
Skinka umbúð

Filmulímmiði

Sýnir vörumerki, innihald, merkingar og lögbundnar upplýsingar. Getur einnig virkað sem upplýsingamiði eða skönnunarkóði.

Loftþétt yfirfilma sem verndar vöruna gegn súrefni, raka og sýklum. Heldur ferskleika og tryggir hreinleika. Hitabrædd á bakka með anti-fog eiginleikum

APET/PE filma

Veitir stöðugan grunn fyrir vöru, heldur lögun og verndar við flutning og geymslu. 

Svört APET filma

flösku pökkun
BaraMatur kassi Pökkum

Pappakassar og pappa umbúðir

 

 

 

 

 

Við bjóðum upp á vandaðar og umhverfisvænar pappaumbúðir í samvinnu við einn af leiðandi framleiðendum Evrópu. Kassarnir eru framleiddir úr endurvinnanlegum hráefnum, sérhannaðir eftir þörfum og henta jafnt fyrir vörumerkingu, flutning og vöruvernd.

Umbúðirnar eru fáanlegar í:

  • Ein- og tvílags bylgjupappa

  • Sérprentuðum og óprentuðum útgáfum

  • Matvælavottuðum lausnum.

Við tryggjum stöðugleika, faglegt útlit og rekjanleika í pökkun, hvort sem um er að ræða smáar neytendapakkningar eða stærri flutningskassa.

Pökkum

Plastbakkar og box 

Bakkar og box úr PP, PE og PET/APET plasti – hágæða lausnir fyrir kjöt, fisk, tilbúna rétti og ferskvöru. Bakkarnir eru framleiddir af traustum evrópskum birgjum samkvæmt ströngustu matvælastöðlum.

Þeir eru fáanlegir í mörgum stærðum, dýptum og litum:

  • PP-bakkar – sveigjanlegir, hitapökkun, mjög algengir fyrir kjöt og tilbúna rétti

  • PE-bakkar – léttir og hagkvæmir, oft notaðir í samsetningu við filmu

  • APET-bakkar – glærir, stífir og kjörnir til að sýna vöru vel í kæli

Allir bakkar eru hitapökkunarhæfir, margir endurvinnanlegir og hægt að para þá við sérvaldar filmur eða lok. Við bjóðum einnig upp á sérlausnir fyrir liti, hönnun og merkingar eftir þörfum viðskiptavina.

Plastbakkar
Pökkum

Filmur

Við bjóðum upp á fjölbreytt úrval af filmum sem þjóna öllum grunnþörfum matvælapökkunar – frá einföldum yfirfilmum yfir í flóknar barrier-filmur.

 

Glærar (óprentuð) filmur

  • Framleiddar úr PP, PE eða PET/APET.

  • Henta fyrir vakúm- og hitapökkun, m.a. fyrir kjöt, fisk og tilbúna rétti.

  • Þykktir frá 30 μm til 200 μm, með valfrjálsu anti-fog og góðri rakastýringu.

Prentaðar filmur

  • Sérpöntuð prentun í 6–10 litum með flexo- eða rotogravúr-tækni.

  • Tryggja áberandi sýnileika, styrkja vörumerkið og veita faglegt útlit.

  • Frábærar fyrir vörur sem standa á hillum eða þarfnast skýrra upplýsingamerkinga.

Barrier-filmur / multilayer

  • Filmur með mörgum lögum, t.d. PA/PE, PET/PE eða með EVOH-hindrunarlagi.

  • Veita aukna raka- og súrefnisvörn.

  • Henta fyrir vakúm- og MAP-umbúðir og eru tilvaldar til að lengja geymsluþol.

Árpantaðar filmur (Coflex / cast film)

  • Þunnar, sterkar og stöðugar filmur með framúrskarandi vélafærni.

  • Henta sem valkostur við óprentaðar eða barrier-filmur.

Plastfilmur
Pökkum

Pokar

Fjölbreytt úrval gæða poka fyrir matvæli og aðra atvinnustarfsemi. Hvort sem um ræðir umbúðir fyrir lofttæmingu, vöru með glugga eða pappírspoka með einstöku yfirbragði – þá finnur þú hentuga lausn hjá okkur.

 

Vacum pokar
Við bjóðum upp á fjölbreytt úrval af vacum-pokum í mismunandi stærðum, þykktum og gerðum – bæði slétta og rifflaða.
Pokarnir henta vel fyrir matvæli, ferskvöru og önnur efni sem krefjast lofttæmdrar geymslu eða lengra geymsluþols.
Hágæða efni tryggja öryggi og endingu, hvort sem um er að ræða iðnaðarnotkun eða smærri framleiðendur.

Bréfpokar
Við bjóðum upp á allar gerðir bréfpoka, bæði með og án glugga. Þeir henta sérstaklega vel fyrir vörur sem njóta sín í náttúrulegri og vistvænni umgjörð – t.d. kaffi, te, sælgæti.
Bréfpokarnir eru fáanlegir með innri filmuþekju fyrir lengri ferskleika og einnig í útgáfum með zip-lok og gati til upphengingar.
 

Sérmerking og sérhönnun
Við sérhæfum okkur í sérmerkingum – hvort sem þú þarft poka með eigin lógó, litaprentun eða sérstökum stærðum og útfærslum.

Með sveigjanleika í framleiðslu og hönnun tryggjum við að umbúðirnar falli fullkomlega að þínum vörum og ímynd.

pokar
Pökkum

Límmiðar

Við bjóðum upp á sérsniðnar límmiðalausnir sem henta fjölbreyttum þörfum.
Miðarnir eru hannaðir til að standast mismunandi aðstæður í framleiðslu, geymslu og dreifingu – hvort sem um ræðir kæli eða frysti.

Thermómiðar
Hitanæmir miðar sem henta vel fyrir sjálfvirka merkingu með breytilegum upplýsingum, s.s. dagsetningum og lotunúmerum.
Við bjóðum bæði direct thermal og thermal transfer lausnir.

Prentaðir glans- og mattmiðar
Hágæða límmiðar með sérprentun, hvort sem óskað er eftir glansandi yfirborði fyrir góða hillusýn eða mattu yfirborði fyrir fágað útlit.
Henta sérstaklega vel fyrir framhlið, vörumerki og aðgreiningu.

Frost- og rakaþolnir límmiðar
Lausnir sem henta umbúðum sem fara í kæli eða frysti.
Miðarnir haldast fastir við plast, pappa og ósléttar yfirborðsgerðir – jafnvel við mikinn raka eða í frosti.

Fjölþættir miðar (multilayer)
Lagaskiptir eða „peel-off“ límmiðar sem rúma aukalegum upplýsingum á litlu svæði, t.d. næringargildi, notkunarleiðbeiningar eða lögbundnar merkingar.

Límmiðar
Pökkum
Kassi náttura_edited.jpg

Láttu okkur
hanna fyrir þig!

Við bjóðum heildarlausnir í hönnun, markaðsefni og stafrænum miðlum. Hvort sem þú þarft nýtt lógó, sérmerktar umbúðir, vef eða myndefni – við höfum lausnina.

bottom of page